Nýtt geymsluþol fyrir Comirnaty (Pfizer/BioNTech)

Geymsluþol fyrir frosin hettuglös lengist um þrjá mánuði.

Markaðsleyfishafi bóluefnisins Comirnaty (Pfizer/BioNTech) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna þar sem upplýst er um nýtt geymsluþol fyrir bóluefnið við ofurlágt hitastig, innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Upplýsingar um bóluefnið hafa verið uppfærðar með nýju geymsluþoli fyrir frosin hettuglös, sem hefur verið lengt úr 6 mánuðum í 9 mánuði. Geymsluskilyrði eru óbreytt (-90°C til -60°C).

Nánari upplýsingar er að finna í bréfi markaðsleyfishafa.

Síðast uppfært: 14. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat