Útgáfa lyfjaverðskrár fer nú fram tvisvar í mánuði, í upphafi mánaðar og um miðjan mánuð. Skráin inniheldur bæði markaðssett lyf og undanþágulyf.
- Tveimur virkum dögum fyrir 1. hvers mánaðar er lyfjaverðskrá gerð aðgengileg á vefnum og í vefþjónustum. Auk þess er birtur listi með helstu breytingum og skilyrtri greiðsluþátttöku.
- Tveimur virkum dögum fyrir 15. hvers mánaðar er lyfjaverðskrá endurútgefin á vefnum og í vefþjónustum. Í þessari útgáfu eru upplýsingar um nýtt gengi og ný undanþágulyf. Engin ný markaðssett lyf eða breytingar eru í þessari útgáfu en þó er möguleiki á að leiðrétta skrána ef þörf er á.
Sækja þarf um birtingu nýrra lyfja með eins mánaðar fyrirvara eins og fjallað er nánar um í leiðbeiningum um birtingu upplýsinga í lyfjaskrám.
Til þess að hægt sé að afgreiða og skrá nýtt undanþágulyf í næstu lyfjaverðskrá þarf verðumsókn að hafa borist í síðasta lagi fjórum virkum dögum fyrir gildistöku lyfjaverðskrár 1. eða 15. hvers mánaðar.
Sjá nánari upplýsingar í verklagi við útgáfu lyfjaverðskrár.
Allar fyrirspurnir varðandi framangreint óskast sendar til [email protected]