Ólögleg lyf og steratengd efni gerð upptæk í alþjóðlegri aðgerð

Lyfjastofnun tók þátt í aðgerðum INTERPOL sem beindust að sölu ólöglegra lyfja á netinu

Aðgerð INTERPOL gegn ólöglegum lyfjum á netinu, sem stóð yfir dagana 3.-10. október sl., kallast Pangea XVI. Alls tóku 89 ríki þátt í aðgerðinni, af Íslands hálfu Tollgæslan, Lyfjastofnun og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra.

All mörg smærri mál hérlendis

Töluverður fjöldi smærri mála kom upp hér á landi í tengslum aðgerðina. Á meðal þess sem lagt var hald á voru steratengd og róandi efni sem keypt voru á netinu og bárust til landsins með póst- og hraðsendingum.

Á heimsvísu

Rúmlega 1.300 ólöglegum sölusíðum með lyf var lokað á heimsvísu, hald var lagt á lyf að andvirði rúmlega 7 milljóna dollara, og farið var í 72 handtökur. Þá leiddi aðgerðin til 325 nýrra rannsókna.

Af þeim ólöglegu lyfjum sem gerð voru upptæk reyndust flest vera stinningarlyf eða 22%, þar á eftir komu geðlyf af ýmsu tagi sem voru 19% fengsins, og kynhormónar og lyf við meltingarvandamálum voru 12% þess sem náðist.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um aðgerðina.

Síðast uppfært: 3. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat