Próf til að greina COVID-19

Próf til að greina COVID-19 eru þrenns konar. Þeim er ætlað að skima eftir mismunandi þáttum sem ýmist gefa til kynna að smit hafi greinst, að viðkomandi hafi fengið sjúkdóminn, eða hafi verið bólusettur gegn honum.

Próf til að greina COVID-19 eru þrenns konar. Þeim er ætlað að skima eftir mismunandi þáttum sem ýmist gefa til kynna að smit hafi greinst, að viðkomandi hafi fengið sjúkdóminn, eða hafi verið bólusettur gegn honum.

Kjarnsýrupróf

Kjarnsýrupróf (RT-PCR test)

Greinir erfðaefni SARS-Cov-2 veirunnar, þ.e. hvort viðkomandi er með veiruna í líkamanum. Þessi próf taka lengri tíma en mótefnavakapróf, en eru öruggari þar sem sýni eru unnin á rannsóknarstofu með búnaði sem greinir af meiri nákvæmni. Kjarnsýrupróf eru þau próf sem hafa mest verið notuð við sýnatökur á Íslandi

Á Íslandi eru kjarnsýrupróf notuð hjá þeim sem:

  • eru með eitt eða fleiri einkenni COVID-19 sýkingar
  • smitrakningarteymi hefur ráðlagt að fara í sýnatöku
  • koma til landsins eftir dvöl í öðru landi.

Mótefnavakapróf

Mótefnavakapróf (Antigen test)

Mælir prótein sem finnst á yfirborði veirunnar og gefur þar með upplýsingar um hvort viðkomandi er með veiruna í líkamanum. Niðurstöður geta legið fyrir innan mínútna. Prófin eru sambærileg RT-PCR kjarnsýruprófum, en eru hraðvirkari og ódýrari. Óvissuþáttur þeirra er þó aðeins hærri m.t.t. falskra neikvæðra niðurstaðna. Mótefnavakapróf geta nýst til að staðfesta að einstaklingur sé smitaður af COVID-19 en ekki er hægt að nota niðurstöðuna til að útiloka að viðkomandi sé smitaður. Með öðrum orðum gæti verið nauðsynlegt að taka annað próf ef neikvæð niðurstaða fæst. - Samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) skal mótefnavakapróf hafa næmni (sensitivity) ≥80% og sértæki (specificity) ≥97%

Mótefnapróf

Mótefnapróf (Antibody test eða serology test)

Tekin er blóðprufa til þess að mæla mótefni IgG og IgM í blóði. Mælingin sýnir hvort líklegt sé að viðkomandi hafi sýkst og myndað mótefni gegn veirunni, [eða myndað mótefni eftir bólusetningu]. Hins vegar mynda ekki allir mótefni, hjá öðrum mælast mótefni ekki í nægjanlegu magni í blóðinu, og því virkar mótefnapróf ekki fyrir alla. Mótefnapróf segir enn fremur ekki til um hvort viðkomandi sé með öllu ónæmur fyrir COVID-19, né hvort hann geti borið veiruna áfram og sýkt aðra.

Landlæknir mælir almennt ekki með mótefnamælingum eftir bólusetningu gegn COVID-19, sjá nánari leiðbeiningar á vef landlæknis.

Þrjár gerðir mótefna- og mótefnavakaprófa eru til:

  1. Próf til notkunar á rannsóknarstofum í rannsóknarstofutækjum
  2. Hraðpróf til notkunar á læknastofum
  3. Sjálfspróf til heimanotkunar

Hraðpróf

Þau hraðpróf sem leyfð hafa verið til notkunar á Íslandi, að undangenginni jákvæðri umsögn sóttvarnalæknis, eru mótefnavaka- og kjarnsýrupróf.
Hraðmótefnapróf og hraðmótefnavakapróf eru ekki seld til einkanota og sjálfspróf eru ekki ennþá heimil á Íslandi. Slíkt er metið og ákveðið hjá heilbrigðisráðuneytinu. Leyfisveiting framangreindra prófa er sömuleiðis á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis sbr. reglugerð nr. 415/2004 um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til.


Sjá nánari upplýsingar í fyrirmælum um notkun skyndigreiningarprófa fyrir COVID-19.

Markaðssetning og gæðakröfur fyrir COVID-19 próf falla undir reglugerð nr. 936/2011 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og fer Lyfjastofnun með eftirlit með lækningtækjum sem falla undir viðkomandi reglugerð.

KjarnsýruprófMótefnavakaprófMótefnapróf
Hvað þýðir jákvæð niðurstaða?Að viðkomandi sé með COVID-19 sjúkdóm.Að viðkomandi sé með COVID-19 sjúkdóm.Að viðkomandi hafi myndað mótefni eftir COVID-19 eða bólusetningu.
Hvernig er prófið tekið?Sýni er tekið um nef og háls af heilbrigðisstarfsfólki eða starfsfólki sem hefur verið þjálfað til að taka sýni.Sýni er tekið um nef og háls af heilbrigðisstarfsfólki eða starfsfólki sem hefur verið þjálfað til að taka sýni.Blóðsýni er tekið úr fingri eða handlegg af heilbrigðisstarfsfólki.
Hvenær fæ ég niðurstöðu?Á innan við sólarhring.Samdægurs, oft innan 30 mínútna.Innan nokkurra daga.
Eru hraðpróf í boði á Íslandi?Já.Já.Nei.
Eru sjálfspróf leyfð á Íslandi?Nei.Nei.Nei.
Síðast uppfært: 13. ágúst 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat