Ráðstefna um þátttöku sjúklinga í þróun krabbameinslyfja

Hægt að fylgjast með beinni útsendingu á vef EMA

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) stendur fyrir ráðstefnu um krabbameinslyf fimmtudaginn 29. október. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 25 ára afmæli stofnunarinnar og verður á formi fjarfundar. Fjallað verður um möguleika þess að nýta betur upplýsingar frá krabbameinssjúklingum í því skyni að þær gætu gagnast við upplýsingasöfnun, þróun og mat á krabbameinslyfjum.

Framlag sjúklinga mikilvægt

Framlag sjúklinga í þessum málaflokki getur skipt miklu máli þar sem þeir geta miðlað beint reynslu sinni af krabbameini og meðferðum við því. Þannig fáist þýðingarmiklar upplýsingar sem nýtist á ýmsa vegu, öllum aðilum til hagsbóta.

Ráðstefna EMA

Þátttakendur á ráðstefnu EMA verða fulltrúar frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lyfjayfirvöldum, sjúklingasamtökum, lyfjafyrirtækjum, og frá fræðasamfélaginu.

Ráðstefnan stendur frá kl. 12;00 -15:30 að íslenskum tíma og verður hún send út beint á vef EMA. Að henni lokinni verður hægt að nálgast upptöku á sömu síðu.

Dagskrá ráðstefnunnar

Frétt EMA um ráðstefnuna

Síðast uppfært: 28. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat