Rafræn eyðublöð orðin valkostur á vef Lyfjastofnunar

Lyfjastofnun hefur hafið móttöku á rafrænum umsóknum frá
notendum í gegnum vefinn https://minar.serlyfjaskra.is/.
Í fyrstu verður hægt að senda inn umsóknir vegna apóteka og CPP vottorða ásamt beiðni um aðgang að
persónuupplýsingum.

Í upphafi innleiðingar breytinganna geta umsækjendur valið á milli þess að senda inn umsóknir rafrænt í gegnum mínar síður eða með því að fylla út eyðublað á word skjali líkt og áður. Notendur eru eindregið hvattir til þess að nota Mínar síður því eldri leiðin verður óvirkjuð seinna meir.

Ætlunin er að fjölga rafrænum eyðublöðum með tíð og tíma þannig að seinna meir verði allar umsóknir/beiðnir á rafrænu formi.

Hlekkurinn á mínar síður verður aðgengilegur á forsíðu vefs
Lyfjastofnunar í bláu stikunni og verður merktur „Mínar síður“.

Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður Lyfjastofnunar með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Minar_sidur

Síðast uppfært: 8. apríl 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat