Samevrópsk ráðstefna samtakanna „Medicines for Europe“

Dagana 30. og 31. janúar sl. fór fram í Amsterdam nítjánda ráðstefna samtakanna „Medicines for Europe“ um vísindaferla og reglugerðir sem snúa að lyfjum. Um er að ræða samtök lyfjafyrirtækja í Evrópu sem vinna með samheitalyf og líftæknihliðstæður (biosimilars). Ráðstefnan er vettvangur fyrir fulltrúa lyfjafyrirtækjanna annars vegar og fulltrúa lyfjayfirvalda hins vegar til að bera saman bækur um stöðuna og þróun mála fram á veginn.

Umræðuefni
Meðal umræðuefna á ráðstefnunni nú var hvort upp væri komin ný staða lyfjamála í Evrópu í ljósi útgöngu Breta úr ESB. Einnig voru ræddar leiðir til að bæta reglur svo bregðast megi með skilvirkari hætti við lyfjaskorti, hvernig stafræna tæknin geti auðveldað ferla, og hvort reglur séu nógu hvetjandi til að efla þróun og framleiðslu flókinna lyfja sem ekki njóta lengur verndar einkaleyfis.

Horft til framtíðar
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, flutti erindi undir liðnum Horft til framtíðar – stefna í lyfjamálum til 2025. Hún tók þar þátt í að gera grein fyrir afstöðu Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og samtaka forstjóra lyfjastofnana í Evrópu (HMA), ásamt Guido Rasi forstjóra EMA, og Lorraine Nolan sem situr í stjórn HMA. Rúna tók einnig þátt í umræðum um hvernig hagræða mætti í breytingum á skráningarferlum lyfja. 

Dagskrá ráðstefnunnar

Runa-kynningarspjald-f.-radstefnu-i-Amsterdam-30.-og-31.-jan.-2020

Síðast uppfært: 3. febrúar 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat