Skylt að tilkynna netverslun með lyf til Lyfjastofnunar

Lyfjastofnun vill að gefnu tilefni minna handhafa lyfsöluleyfa á, að í samræmi við 24. gr.a. í lyfjalögum, og ákvæði reglugerðar um net- og póstverslun með lyf, er þeim sem hyggjast stunda netverslun með lyf á grundvelli slíks leyfis, skylt að tilkynna Lyfjastofnun um það eigi síðar en þegar netverslun hefst. Hægt er að senda slíka tilkynningu rafrænt til Lyfjastofnunar.

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í tilkynningunni:

 

  1. Heiti eða firmaheiti og fast heimilisfang starfsstöðvarinnar þaðan sem lyfjunum er dreift.
  2. Dagsetning upphafssölu lyfja í fjarsölu.
  3. Vefslóð vefsvæðis sem á að nota og aðrar viðeigandi upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að finna vefsetrið.

 

Lyfjastofnun heldur skrá yfir lyfsöluleyfishafa sem hafa tilkynnt stofnuninni að þeir stundi netverslun með lyf.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Lyfjastofnunar. 

Síðast uppfært: 6. apríl 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat