Til apóteka – Forsendur fyrir undanþágu frá mönnunarkröfu lyfjalaga

Mat á umfangi starfsemi liggur til grundvallar hvort undanþága sé veitt

Meginregla lyfjalaga um lyfjafræðilega mönnun í apótekum er að jafnaði skuli ekki vera færri en tveir lyfjafræðingar að störfum á almennum afgreiðslutíma og á álagstíma utan almenns afgreiðslutíma við afgreiðslu lyfseðla og fræðslu og ráðgjöf um rétta notkun og meðhöndlun lyfja, nema í sérstökum undantekningartilfellum og þá með heimild Lyfjastofnunar.

Lyfjastofnun er heimilt að veita undanþágu frá þesari kröfu:

„Lyfjastofnun er heimilt, að fenginni umsókn þar um, að leyfa að í lyfjabúð starfi einungis einn lyfjafræðingur, enda sé umfang starfsemi lítið og þjálfað starfsfólk sé lyfjafræðingnum til aðstoðar. Lyfjastofnun er jafnframt heimilt, að fenginni umsókn þar um, að veita tímabundið leyfi fyrir því að í lyfjabúð starfi aðeins einn lyfjafræðingur enda sé hætta á því að starfræksla lyfjabúðar leggist niður á svæðinu.“

Lyfjastofnun hefur nú birt á sérstakri síðu forsendur fyrir því að undanþága frá mönnunarkröfu lyfjalaga sé veitt. Í forsendunum koma m.a. fram upplýsingar um þau sjónarmið sem litið er til við matið á umsvifum lyfjabúða.

Samhliða hefur Lyfjastofnun jafnframt birt umsóknareyðublað fyrir þær lyfjabúðir sem hyggjast sækja um umrædda undanþágu en það má nálgast hér.

Síðast uppfært: 5. febrúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat