Tilkynningar um aukaverkanir lyfja voru ellefu talsins í mars, nokkru færri en í febrúar, en fleiri en í janúar. Engin alvarleg aukaverkun lyfs var tilkynnt í mars.
Flestar tilkynningar frá notendum
Tilkynningar um aukaverkun voru hlutfallslega fleiri frá notendum lyfja eða aðstandendum þeirra en í fyrri mánuðum. Notendur sendu inn níu tilkynningar í mars, en einungis tvær voru frá heilbrigðisstarfsfólki; ein frá lækni og önnur frá lyfjafræðingi. Tilkynna má rafrænt um aukaverkun lyfja í gegnum gátt á vef Lyfjastofnunar.