Tímabundinn skortur á Norgesic töflum

Vegna framleiðsluvandamála hefur lyfið Norgesic ekki verið
fáanlegt frá innflytjanda í nokkurn tíma. Heildsalan Parlogis hefur útvegað
óskráð lyf undir sama heiti (lyf án íslenskra leiðbeininga) gegn
undanþágubeiðni læknis en einnig hafa komið upp vandamál við að útvega óskráða
lyfið þannig að það fæst ekki heldur sem stendur.

Ekki er ljóst hvenær skráða lyfið verður fáanlegt aftur en það gæti þó
orðið seinni partinn í desember. Óskráða lyfið mun fást aftur eftir miðja næstu
viku (áætlað 7. desember) en eingöngu í 30 stykkja pakkningum. Hægt verður að
sækja um undanþágur í rafræna undanþágukerfinu frá og með deginum í dag fyrir
þá lækna sem hafa aðgang að rafræna undanþágukerfi.
Nánar
um undanþágulyf

Síðast uppfært: 1. desember 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat