Um lyfjaskort í ljósi umræðunnar

Vandi vegna lyfjaskorts er af ýmsum toga. Annars vegar er hann alþjóðlegur og má t.a.m. rekja til vandkvæða í framleiðslu. Á hinn bóginn snýr sérstakur vandi að lyfjamarkaði sem er jafn lítill og á Íslandi. Vörunúmer eru fá í samanburði við það sem gerist í fjölmennari löndum, og skorti lyf vegna einhverra vandkvæða, getur hugsanlega verið til aðeins eitt lyf með sambærilegri virkni. Birgðir þess lyfs þrjóta þá fljótt.

Lyfjastofnun vinnur með markaðsleyfishöfum og heildsölum til að leita lausna þegar skortur á lyfjum kemur upp. Upplýsingamiðlun og samtal milli allra þeirra sem að lyfjamálum koma þyrfti hins vegar að efla svo stofnunin hefði betri yfirsýn. Enn fremur að upplýsingar um yfirvofandi skort fengjust fyrr svo bregðast mætti við í tæka tíð. Að því er unnið um þessar mundir.  

Þetta er meðal þess sem kom fram í svörum Kolbeins Guðmundssonar yfirlæknis hjá Lyfjastofnun í Kastljósi í gær.

Við þetta má bæta að Lyfjastofnun hefur nýverið sett upp sérstaka síðu á vef sínum um lyfjaskort, auk þess sem ýmsar almennar upplýsingar um þessi mál er að finna hér á vefnum undir Spurt og svarað. 

Síðast uppfært: 19. september 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat