Undanþágulyf sem oftast var ávísað í apríl

Umboðsmenn og markaðsleyfishafar eru hvattir til að skrá umrædd lyf eða sambærileg.

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágulyfjaverðskrá verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau 25 lyf í undanþágulyfjaverðskrá sem læknar ávísuðu oftast í apríl 2021 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja. Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í undanþágulyfjaverðskrá.

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vörunúmerFj. ávísana
DoloproctEndaþarms-stílarlídókaín / flúókortólón980286325
XyloproctEndaþarms-stílarlídókaín / hýdrókortisón980369227
DoloproctEndaþarms-kremlídókaín / flúókortólón982331206
XyloproctEndaþarms-kremlídókaín / hýdrókortisón980377172
SenokotTöflursenna980533127
BromamTöflurbrómazepam407668105
Sem mixtúraMixtúrakódein, dífen-hýdramín, ammóníum-klóríð og lakkrísextrakt962234, 962242102
Quinine sulfateTöflurkínín97559299
MiralaxLausnarduftpólýetýlen glýkol95882990
Levo-mepromazine orionTöflurlevó-meprómazín98095580
Glycerol infantEndaþarms-stílarglýceról94485262
Alimemazine orifarmDroparalímemazín98278761
RohypnolFilmuhúðaðar töflurflúnítrazepam98059159
MogadonTöflurnítrazepam98116954
Levo-mepromazine orionTöflurlevó-meprómazín98199547
NozinanTöflurlevó-meprómazín97986746
SenokotTöflursenna98054142
CondylineHúðlausnpódó-fýllótoxín97583141
EmgesanTöflurmagnesíum hýdróxið97543538
PeriactinTöflurcýpró-heptadín96411532
AphenylbarbitTöflurfenóbarbital98437932
RinexinForðatöflurfenýl-própanólamín98279526
OxybutininTöfluroxýbútýnín98341226
BepanthenAugnsmyrslidexpantenól50949625
FinaceaHlaupazelainsýra98039325
Síðast uppfært: 31. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat