Undanþágulyf sem oftast var ávísað í janúar 2025

Tvö nýlega markaðssett lyf koma í stað lyfs sem verið hefur í hvað mestri notkun í undanþágukerfinu. Þetta mun gera bæði sjúklingum og læknum auðveldara fyrir

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja, með það að markmiði að koma í veg fyrir að lyfjaskortur hafi áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum.

Tvö nýlega markaðssett lyf leysa af hólmi undanþágulyf

Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að tvö nýlega markaðssett lyf leysa af hólmi það undanþágulyf sem verið hefur í hvað mestri notkun í undanþágukerfinu undanfarin misseri, undanþágulyfið utrogest. Markaðssettu lyfin eru Utrogestan og Progesterone Alvogen. Utrogest sést þó enn í töflunni yfir mikið notuð undanþágulyf í janúar, þar sem Utrogestan 100 mg kom á markað 1. febrúar sl. Utrogestan 200 mg kom hins vegar á markað 1. janúar sl. Progesterone Alvogen 100 mg kom á markað 1. febrúar sl.

Áfram er markmið Lyfjastofnunar, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð og/eða markaðssett. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu og/eða markaðssetningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Hér að neðan eru tveir listar. Sá fyrri sýnir þau undanþágulyf sem voru í notkun í janúar sl. vegna lyfjaskorts. Sá síðari sýnir öll tuttugu efstu lyfin í undanþágukerfinu, þau sem læknar ávísuðu oftast í janúar 2025.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listunum sem fylgja.

Undanþágulyf sem voru í notkun í janúar vegna lyfjaskorts

Í listanum eru upplýsingar um heiti undanþágulyfsins, lyfjaform, fjölda ávísana, heiti lyfsins sem undanþágulyfið leysir af hólmi, markaðsleyfishafi þess, umboðsaðili og heildsala.

 LyfjaheitiLyfjaformFjöldi afgr. ávísanaLyf í skortiMarkaðsl.h lyfs í skortiUmboðsaðiliHeildsala
1MAGNESIA DAKfilmhtfl921Magnesia medicViatris ApSIcepharma hfParlogis
2Mykundexmixtúra130Nystatin mixtúraOrifarm Generics A/SArtasan ehf.Distica hf.
3ESTRADIOL TRANSDERMAL SYSTEM*forðapl125Vivelle dotSandoz A/SArtasan ehf.Distica hf.
4CEFALEXÍN W&H*  Hylki73KeflexSTADA Nordic ApSIcepharmaParlogis
5ISOSORBIDE MONO. ER TABS*forðatfl65Imdur 30 mgTopRidge Pharma (Ireland) LimitedNavamedic ABDistica hf.

Tuttugu undanþágulyf sem oftast var ávísað í janúar 2025

LyfjaheitiLyfjaformVirkt innihaldsefniNorrænt vnr.Fjöldi af afgreiðslum
1MAGNESIA DAK*filmhtflMagnesíum hýdroxíð988511466
988529344
991085111
Samtals921
2UtrogesthylkiProgesteronum987498368
9496209
Samtals377
3PropranololfilmhtflPropranololum993015172
98975968
Samtals240
mixtúraPropranololum9726131
Samtals1
4SEM MIXTÚRAmixtúracombinations962234117
96224247
Samtals164
5MST CONTINUSforðatflMorphinum99681184
99044179
Samtals163
6SENEASEtöflurSenna993734153
Samtals153
7UtrogestanhylkiProgesteronum989832141
9878527
Samtals148
8Mykundex*mixtúraNystatinum989949130
Samtals130
9ESTRADIOL TRANSDERMAL SYSTEM*forðaplEstradiolum99533470
99532637
9953189
9953429
Samtals125
10Levomepromazine OriontöflurLevomepromazinum98095574
98199536
9865317
9865493
Samtals120
11PROPRA-RATIOPHARMfilmhtflPropranololum99668985
99669727
Samtals112
12MiralaxlausndufHægðalyf með Osmótíska verkun95882957
98862844
Samtals101
13PeriactintöflurCyproheptadinum96411599
Samtals99
14Quinine SulfatetöflurChininii97559297
Samtals97
15Emgesantöflurmagnesium hydroxide97543580
Samtals80
16Morfin "DAK"töflurMorphinum96977741
96918136
Samtals77
17CEFALEXÍN W&H*hylkiCefalexinum99500373
Samtals73
18LargactiltöflurChlorpromazinum97412225
99103525
97399214
9745525
9910431
Samtals70
stlChlorpromazinum9928692
Samtals2
19ISOSORBIDE MONO. ER TABS*forðatflIsosorbidi mononitras99889165
Samtals65
20NozinantöflurLevomepromazinum97986759
4433745
Samtals64

*Þau undanþágulyf sem eru stjörnumerkt eru í notkun vegna skorts á markaðssettu lyfi

Síðast uppfært: 26. febrúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat