Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.
Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast í júlí árið 2023 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja.
Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.
Lyfjaheiti | Lyfjaform | Virkt innihaldsefni | Norrænt vnr. | Fj. áv. |
Utrogest | Hylki | Prógesterón | 987498 | 219 |
Quinine sulfate | Töflur | Kínín | 975592 | 101 |
Utrogestan | Hylki | Prógesterón | 989832 | 90 |
Sem mixtúra | Mixtúra | Kódein, dífenhýdramín, ammóníumklóríð og lakkrísextrakt | 962234, 962242 | 89 |
Senokot | Töflur | Senna | 980533, 980541 | 75 |
Lanoxin Mite | Töflur | Digoxín | 991746 | 65 |
Levomepromazine orion | Töflur | Levómeprómazín | 980955 | 61 |
Glycerol infant | Endaþarmsstílar | Glýceról | 944852 | 51 |
Propranolol | Filmh. Töflur | Própranólól | 993015 | 51 |
Halcion | Töflur | Tríazólam | 988347 | 50 |
Emgesan | Töflur | Magnesíum hýdroxíð | 975435 | 49 |
Propranolol | Filmh. Töflur | Própranólól | 989759 | 49 |
Miralax | Lausnarduft | Pólýetýlen glýkol | 958829 | 46 |
Trimipramin neuraxpharm | Töflur | Trímipramín | 979693 | 39 |
Nozinan | Töflur | Levómeprómazín | 979867 | 36 |
Rohypnol | Filmh. Töflur | Flúnítrazepam | 980591 | 34 |
Rinexin | Forðatöflur | Fenýlprópanólamín | 982795 | 33 |
Lexotanil | Töflur | Brómazepam | 993271 | 31 |
Morfin "Dak" | Töflur | Morfín | 969181 | 31 |
Levomepromazine orion | Töflur | Levómeprómazín | 981995 | 28 |
Miralax | Lausnarduft | Pólýetýlen glýkol | 988628 | 28 |
Periactin | Töflur | Cýpróheptadín | 964115 | 27 |
Condyline | Húðlausn | Pódófýllótoxín | 975831 | 26 |
Prednisolon | Töflur | Prednisolonum | 975774 | 24 |
Ketogan Novum | Töflur | Ketómebídón | 993099 | 23 |
Lanoxin | Stílar | Digoxín | 991382 | 23 |
Quantalan | Duft | Kólestýramín | 979677 | 23 |
Betapret | Lausnartöflur | Betametasón | 7997 | 20 |
Bromam | Töflur | brómazepam | 984626 | 20 |
Bepanthen | Smyrsli | Dexpantenol | 509496 | 20 |