Undanþágulyf sem oftast var ávísað í maí

Umboðsmenn og markaðsleyfishafar eru hvattir til að skrá umrædd lyf eða sambærileg

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágulyfjaverðskrá verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau 25 lyf í undanþágulyfjaverðskrá sem læknar ávísuðu oftast í maí 2021 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja. Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í undanþágulyfjaverðskrá.

Lyfjaheiti Lyfjaform Virkt innihaldsefni

Norrænt vnr.

Fj. áv.
Doloproct Endaþarmsstílar lídókaín / flúókortólón 980286 353
Xyloproct Endaþarmsstílar lídókaín / hýdrókortisón 980369 232
Senokot Töflur senna 980533, 980541 190
Doloproct Endaþarmskrem lídókaín / flúókortólón 982331 183
Xyloproct Endaþarmskrem lídókaín / hýdrókortisón 980377 160
Sem mixtúra Mixtúra kódein, dífenhýdramín, ammóníumklóríð og lakkrísextrakt 962234, 962242 111
Quinine sulfate Töflur kínín 975592 110
Morfin "dak" Töflur Morfín 969181, 969777 110
Miralax Lausnarduft pólýetýlen glýkol 958829 98
Bromam (3 mg) Töflur brómazepam 407668 89
Bromam (6 mg) Töflur brómazepam 984626 87
Levo-mepromazine orion (5 mg) Töflur levómeprómazín 980955 74
Alimemazine orifarm Dropar alímemazín 982787 65
Glycerol infant Endaþarmsstílar glýceról 944852 63
Rohypnol Filmuhúðaðar töflur flúnítrazepam 980591 61
Betapred Lausnartöflur betametasón 007997 54
Mogadon Töflur nítrazepam 981169 44
Nozinan Töflur levómeprómazín 979867 43
Levo-mepromazine orion (25 mg) Töflur levómeprómazín 981995 38
Condyline Húðlausn pódófýllótoxín 975831 37
Periactin Töflur cýpróheptadín 964115 31
Oxynorm instant Munn-dreifitafla Oxýcódon 986375 30
Skinoren Krem Azelainsýra 980385 26
Rinexin Forðatöflur Fenýlprópanólamín 982795 26
Phenhydan Töflur Fenýtóín 972176 25
Síðast uppfært: 22. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat