Undanþágulyf sem oftast var ávísað í september 2024

Lyfjastofnun vill hvetja til þess að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð

Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á, að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði skráð. Ljóst er að veruleg tækifæri felast í skráningu umræddra lyfja og hvetur Lyfjastofnun markaðsleyfishafa og umboðsaðila til að gaumgæfa málið.

Listinn hér að neðan sýnir þau lyf í undanþágukerfinu sem læknar ávísuðu oftast í september 2024, þar með talin lyf sem ávísað var til að mæta tímabundnum skorti skráðra lyfja, stjörnumerkt til aðgreiningar.

Athygli skal vakin á því að í sérstökum tilfellum getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Úrræðið er einungis notað þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn. Í þeim tilfellum eru ávísanirnar hefðbundnar þó að um undanþágulyf sé að ræða við afgreiðslu og koma því ekki fram á listanum sem hér fylgir.

Í listanum eru upplýsingar um heiti, lyfjaform, virkt efni, fjölda ávísana og vörunúmer lyfjanna í lyfjaverðskrá.

MAGNESIA DAK*filmhtflMagnesíum hýdroxíð988511673
988529466
991085206
Samtals1.345
Utrogest


hylkiProgesteronum987498364
94962026
Samtals390
Propranolol


filmhtflPropranololum993015210
98975978
Samtals288
töflurPropranololum99421125
Samtals25
Keflex*


mixt.kyrCefalexinum992984172
Samtals172
MST CONTINUS


forðatflMorphinum99044178
99681176
Samtals154
SEM MIXTÚRA



mixtúracombinations962234105
96224237
Samtals142
Levomepromazine Orion


töflurLevomepromazinum98095587
98199538
9865318
9865494
Samtals137
Mykundex*


mixtúraNystatinum989949131
Samtals131
SENEASE


töflurSenna993734122
Samtals122
Miralax


lausndufHægðalyf með Osmótíska verkun95882957
98862840
Samtals97
Utrogestan


hylkiProgesteronum98983287
9878529
Samtals96
Duac once daily*


hlaupClindamycinum í blöndum98062490
Samtals90
Quinine Sulfate


töflurChininii97559287
Samtals87
Emgesan


töflurmagnesium hydroxide97543568
Samtals68
PROPRA-RATIOPHARM


filmhtflPropranololum99668949
99669719
Samtals68
SALBUTAMOL*


lausnSalbutamolum99734859
Samtals59
Periactin


töflurCyproheptadinum96411558
Samtals58
Quantalan


duftColestyraminum98209232
97967724
Samtals56
Glycerol infant


eþ-stíllglycerol94485255
Samtals55
Morfin "DAK"


töflurMorphinum96918136
96977718
Samtals54
*Þau undanþágulyf sem eru stjörnumerkt eru í notkun vegna skorts á markaðssettu lyfi
Síðast uppfært: 6. desember 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat