Ný reglugerð um klínískar prófanir á mannalyfjum tekur gildi 31. janúar nk. Reglugerðin tiltekur nýtt fyrirkomulag umsýslu umsókna um nýjar rannsóknir og breytingar á rannsóknum og er í samræmi við regluverk ESB fyrir klínískar lyfjaprófanir.
Lyfjastofnun boðar til upplýsingafundar um nýju reglugerðina. Fundurinn verður á fjarfundarformi 13. janúar 2022 kl. 13:45-15:15.
Skráðir þátttakendur munu fá Teams fundarboð með tölvupósti fyrir fundinn.
Meðal umræðuefnis verður ný reglugerð og breytingar frá gildandi reglugerð og ný samevrópsk gátt klínískra rannsókna (CTIS). Færi mun gefast til spurninga.
Frestur til þess að skrá sig á fundinn er til og með 11. janúar kl. 14:00.
Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér.
Nýja upplýsingasíðu um reglugerðina má finna hér á vef Lyfjastofnunar.