Upplýsingar til apóteka og lækna – tímabundin undanþága fyrir lyf sem innihalda valsartan

Til þess að bregðast við skorti á lyfjum sem innihalda valsartan vegna nýlegrar innköllunar hefur Lyfjastofnun, að höfðu samráði við lyfjagreiðslunefnd, veitt tímabundna heimild til sölu neðangreindra lyfja sem eru ekki á lista Lyfjastofnunar Evrópu yfir innkölluð lyf. Um er að ræða eftirtaldar pakkningar:

Valsartan

  • Vnr 13 50 62 - Valsartan Krka - 80 mg - filmuhúðuð tafla – 98 stk.
  • Vnr 13 50 84 - Valsartan Krka - 160 mg - filmuhúðuð tafla – 98 stk.

 

Valsartan í blöndum

  • Vnr 37 51 53 - Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka - 80 mg/12,5 mg - filmuhúðuð tafla - 98 stk.
  • Vnr 41 26 62 - Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka - 160mg/12,5 mg -filmuhúðuð tafla - 98 stk.
  • Vnr 46 28 49 - Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka - 160mg/25 mg - filmuhúðuð tafla - 98 stk.

 

Ekki verður hægt að ávísa lyfjunum rafrænt fyrr en ný lyfjaverðskrá tekur gildi 1.ágúst nk. Fram að þeim tíma þarf annað hvort að ávísa þeim í síma eða með pappírslyfseðli. Apótek hafa heimild við afgreiðslu lyfseðla að skipta ofangreindum lyfjum út fyrir önnur lyf í sama viðmiðunarflokki.

Heimildin gildir til 1.ágúst 2018 en þá munu upplýsingar um lyfin birtast í lyfjaskrám og hægt verður að ávísa þeim rafrænt.

Síðast uppfært: 26. júlí 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat