Vel heppnað starfsnám lyfjafræðinema

Í apríl og maí fór fram starfsnám lyfjafræðinga, í fyrsta sinn hjá Lyfjastofnun. Lyfjafræðinemarnir Aldís Huld og Vildís Kristín voru í tvær vikur hjá stofnuninni og fengu góða innsýn í starfsemina.

Sérstök áhersla var lögð á að veita nemunum góða innsýn í kjarnastarfsemi Lyfjastofnunar. Þær komu því víða við hjá stofnuninni á meðan á starfsnáminu stóð.

Meðal verkefnanna sem þær kynntu sér voru:

  • Störf lyfjafræðings í samskiptadeild
  • Verð- og greiðsluþátttökumál lyfja
  • Verkefni lyfjagátarteymis sem er m.a. ábyrgt fyrir móttöku og úrvinnslu aukaverkanatilkynninga
  • Störf markaðseftirlitsdeildar á eftirlitssviði ásamt því sem þær fengu tækifæri til að fylgja eftirlitsmönnum okkar eftir í úttekt í apóteki
  • Verkefni klínísks sviðs sem m.a. er ábyrgt fyrir innlendu og erlendu samstarfi á sviði vísindaráðgjafar og klínískra lyfjarannsókna

Þá fengu þær að spreyta sig á verkefnum, meðal annars frétta- og greinaskrifum fyrir samskiptadeild og yfirfara þýðingar á lyfjaformum fyrir verð- og greiðsluþátttökuteymi.

Þær Aldís Huld og Vildís Kristín sögðu það hafa staðið uppúr hversu vel starfsfólk Lyfjastofnunar tók þeim.

Starfsfólk Lyfjastofnunar tók okkur með opnum örmum, allir voru svo vinalegir og það var gaman að fá að kljást við alvöru verkefni

Aldís Huld og Vildís Kristín, lyfjafræðinemar

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar sagði ánægjulegt að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni.

Starfsnám lyfjafræðinema er komið til að vera hjá okkur í Lyfjastofnun

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar
Forstjóri Lyfjastofnunar Rúna Hauksdóttir Hvannberg, lyfjafræðinemarnir Aldís Huld Höskuldsdóttir og Vildís Kristín Rúnarsdóttir og Anna Bryndís Blöndal lektor við lyfjafræðideild að lokinni kynningu nemanna um starfsnámið.
Síðast uppfært: 16. maí 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat