Amoxin 100 mg/ml mixtúra og Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúra

Skráðu lyfin Amoxin mixtúra og Amoxicillin Sandoz mixtúra eru ófáanleg. Undanþágulyf er fáanlegt.

31. ágúst 2023

Vegna áframhaldandi skorts á Amoxicillin Sandoz mixtúru framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml og Amoxin 100 mg/ml í undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á til 2. október 2023.

Athugið að lyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er helmingi veikara en skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt

10. ágúst 2023

Frekari tafir hafa orðið á afhendingu Amoxicillin Sandoz mixtúru.

Því framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxin 100 mg/ml og Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúrukyrni í undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml, vnr. 993049, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á til 1. september 2023.

Athugið að lyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er helmingi veikara en skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt.

27. júní 2023

Vegna áframhaldandi skorts á skráðum lyfjum framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxin 100 mg/ml og Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúrukyrni í undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á til 10. ágúst 2023.

Athugið að lyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er helmingi veikara en skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt.

5. júní 2023

Frekari tafir hafa orðið á afhendingu Amoxicillin Sandoz mixtúru.

Því framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxin 100 mg/ml og Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúrukyrni í undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á til 1. júlí 2023.

Athugið að lyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er helmingi veikara en skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt.

26. maí 2023

Skráða lyfið Amoxicillin Sandoz er væntanlegt aftur í byrjun júní 2023.

Vegna áframhaldandi skorts á skráðum lyfjum framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxin 100 mg/ml og Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúrukyrni í undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á til 5. júní 2023.

Athugið að lyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er helmingi veikara en skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt.

18. apríl 2023

Undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml 100 ml er fáanlegt hjá heildsölu.

Vegna skorts á skráðum mixtúrum sem innihalda eingöngu amoxicillin heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxin 100 mg/ml og Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúrukyrni í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:

  • Vnr. 993049 Amoxicilline Forte 50 mg/ml 100 ml

Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Amoxin eða Amoxicillin Sandoz yfir í undanþágulyfið gildir til 28. maí 2023.

Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

Undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er í hollenskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins Sandoz B.V.

Athugið að lyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er helmingi veikara en skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt.

4. apríl 2023

Lyfjastofnun hefur borist ábending þess efnis að enn séu til birgðir af undanþágulyfjunum Infectomox og Amoxi-Mepha í lyfjabúðum, en lyfin eru ekki fáanleg hjá heildsölu og eru ekki væntanleg aftur á næstunni.

Vegna skorts á skráðu lyfjunum heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Amoxin 100 mg/ml og Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúrukyrni í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:

  • Vnr. 991209 Infectomox 100 mg/ml
  • Vnr. 991217 Amoxi-Mepha 50 mg/ml

Heimild til að breyta lyfjaávísun yfir í undanþágulyfin gildir til 17. apríl 2023.

Undanþágulyfið Infectomox 100 mg/ml er í þýskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins INFECTOPHARM Arzneimittel und Consilium GmbH. Lyfið Amoxi-Mepha 50 mg/ml er í svissneskum umbúðum og markaðsleyfi hafi lyfsins er Mepha Pharma AG.

Athugið að lyfið Amoxi-Mepha 50 mg/ml er helmingi veikara en skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt. Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

31. mars 2023

Skráða lyfið Amoxin 100 mg/ml mixtúra er ófáanleg en sambærilegt skráð lyf, Amoxicillin Sandoz, er enn ófáanlegt (sjá eldri frétt).

Ráð til lækna og lyfjafræðinga:

Undanþágulyfið Amoxicilline Forte 50 mg/ml er væntanlegt hjá heildsölunni Parlogis um miðjan apríl.

Síðast uppfært: 31. ágúst 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat