Bromam 3 mg og 6 mg

Undanþágulyfið Bromam 3 mg er nú ófáanlegt hjá heildsala og óvíst er hvenær það er væntanlegt aftur.

23. apríl 2020

Undanþágulyfið Bromam 3 mg er nú ófáanlegt hjá heildsala og óvíst er hvenær það er væntanlegt aftur.

Ráð til lækna:

Enn eru til einhverjar birgðir til af Bromam 3 mg í einhverjum lyfjabúðum. Birgðir gætu þó klárast alveg í næstu viku. Ráðlagt er að benda lyfjanotendum á að hringja á undan sér í lyfjabúð og kanna hvar lyfið er fáanlegt.

Til þess að bregðast við skorti hefur lyfið verið útvegað í öðrum styrkleika. Eftirfarandi undanþágulyf hefur verið birt í undanþágulyfjaverðskrá og er væntanlegt í sölu hjá Distica á mánudag eða þriðjudag í næstu viku.

Vnr. 984626 Bromam 6 mg 100 töflur.

Læknum er bent á að ávísa nú ½ x Bromam 6 mg í stað 1 x Bromam 3 mg fyrir þá lyfjanotendur sem þurfa lyfið áfram. Brjóta má Bromam 6 mg í tvo jafna helminga.

Síðast uppfært: 12. maí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat