Champix

Champix 0,5 mg og 1 mg filmuhúðaðar töflur eru ófáanlegar hjá heildsala.

8.10.21

Í samráði við EMA og Lyfjastofnun hefur markaðsleyfishafinn Pfizer innkallað allar pakkningar Champix í báðum styrkleikum frá apótekum. Nánari upplýsingar um mat CHMP á nítrósamín-óhreinindum í Champix má sjá hér.

Ráð til lyfjanotenda:

Ekki er til skráð lyf með sömu ábendingu í sama ATC flokki en ýmis önnur lyf, til að draga úr eða hætta reykingum, eru á markaði. Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

19.08.21

Dreifingarstöðvun hefur verið hjá heildsölu. Lyfjabúðum er heimilt að afgreiða lyfið og upplýsa sjúklinga um stöðuna. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við ávísandi lækni áður en meðferð er stöðvuð. Ekki hefur fengist staðfest frá markaðsleyfishafa hvenær lyfið er væntanlegt aftur.

13.07.21

Markaðsleyfishafi Champix hefur ákveðið að innkalla nokkrar lotur lyfsins og hætta dreifingu þess tímabundið á meðan á rannsókn stendur. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna þess að nýverið kom í ljós að nítrósamín-óhreinindi yfir viðmiðunarmörkum var að finna í nokkrum lotum lyfsins.

Engum lotum með nítrósamín-óhreinindum yfir viðmiðunarmörkum hefur verið dreift hérlendis. Ekki er talið að lyfjanotendum sem hafa verið á meðferð með lyfinu stafi hætta af notkun lyfsins, byggt á þeim gögnum sem liggja fyrir.

Vegna þessara aðgerða er lyfið ekki væntanlegt aftur fyrr en um miðjan ágúst.

Sjá nánari upplýsingar á vef Lyfjastofnunar Evrópu.

Ráð til lyfjanotenda:

Ekki er til skráð lyf með sömu ábendingu í sama ATC flokki en ýmis önnur lyf, til að draga úr eða hætta reykingum, eru á markaði.

Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.

Síðast uppfært: 8. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat