EpiPen, EpiPen Jr. og Jext 300 mcg

Skráðu lyfin EpiPen, EpiPen Jr. og Jext eru nú fáanleg aftur.

7. mars 2023

Skráðu lyfin EpiPen 300 mcg og EpiPen Jr. 150 mcg eru nú fáanleg aftur.

30. janúar 2023

Frekari tafir hafa orðið á EpiPen sem nú er væntanlegt í viku 11 og EpiPen Jr. sem er væntanlegt í viku 9.

Jext 300 mcg er nú fáanlegt aftur.

20. janúar 2023

Undanþágulyfið EpiPen vnr. 992447 er fáanlegt hjá Parlogis. Lyfið kemur frá Mylan í Bretlandi og er með enskum leiðbeiningum.

6. janúar 2023

Tafir hafa orðið á sendingu af EpiPen og eru nú báðir styrkleikar væntanlegir í viku 4. Sambærilega lyfið Jext 300 mcg er einnig ófáanlegt en er fáanlegt í 150 mcg styrkleika.

7. desember 2022

Skráða lyfið EpiPen 300 mcg er ófáanlegt hjá heildsölu. Lyfið er væntanlegt aftur í viku 51.

Ráð til lækna og lyfjafræðinga:

Skráða lyfið Jext 300 mcg er fáanlegt. Jext hefur sambærilega ábendingu og inniheldur sama virka efni og EpiPen.

Ráð til lyfjanotenda:

Lyfjanotendum er bent á að fá lyfjaávísun hjá lækni fyrir Jext 300 mcg. Athugið að skoða vel notkunarleiðbeiningar fyrir Jext þar sem lyfjapenninn er ólíkur EpiPen.

Síðast uppfært: 7. mars 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat