Rybelsus

Skráða lyfið Rybelsus er ófáanlegt í öllum styrkleikum.

1. september 2023

Skráða lyfið Rybelsus er ófáanlegt í öllum styrkleikum. Lyfið er væntanlegt til landsins í takmörkuðu magni í viku 37.

Um er að ræða skort á heimsvísu vegna aukinnar eftirspurnar sem afleiðing af skorti á lyfinu Ozempic. Lyfjastofnun birti frétt á heimasíðu þann 4. júlí sl. vegna skorts á Ozempic en þar má finna frekari upplýsingar ásamt leiðbeiningum Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til heilbrigðisstarfsfólks.

Til eru önnur blóðsykurslækkandi lyf en ef lyfjanotendur þurfa að stöðva eða skipta um meðferð skal það gert í samráði við lækni.

Síðast uppfært: 1. september 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat