01. Hversu langt fram í tímann má skammta lyf?

Þegar um vélskömmtun er að ræða skal miða við að lyf sé ekki utan upprunalegrar pakkningar lengur en nauðsyn krefst og aldrei lengur en tvo mánuði frá því að lyf fer í skömmtunarvél og þar til sjúklingur á að hafa tekið það inn*, nema fyrir liggi geymsluþolsprófanir, sem Lyfjastofnun hefur samþykkt.

Þegar um er að ræða handskömmtun þar sem skammtað er í skammtaöskjur tilgreindra einstaklinga skal að jafnaði ekki skammta til lengri tíma en eins mánaðar í senn*.

Ástæðan fyrir því að um takmakaðan tíma á skömmtun lyfja er að ræða er sú að uppgefið geymsluþol lyfja miðast við að þau séu geymd í upprunalegum pakkningum. Þegar lyfin hafa verið tekin úr pakkningunni er ekki lengur hægt að tryggja sama geymsluþol. Sum lyf eru t.d. viðkvæm fyrir birtu eða raka og önnur fyrir snertingu við önnur lyf.

*Sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 850/2002 um skömmtun lyfja

(9.9.2019)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat