Já, þú getur farið í næstu lyfjabúð eða lyfjaútibú og keypt lausasölulyf. Þá er einnig heimilt hér á landi að selja í almennri verslun minnstu pakkningar af minnsta styrkleika nikótínlyfja og flúorlyfja sem ekki eru lyfseðilsskyld. Slík lyf má því nálgast í almennum verslunum sem velja að selja þau. Margar matvöruverslanir hér á landi bjóða minnstu pakkningar af minnsta styrkleika nikótínlyfja til sölu.
02. Get ég keypt einhver lyf án þess að tala við lækni?
Síðast uppfært: 21. október 2020