a. Tæki með tiltekna eiginleika lækningatækis en voru ekki markaðssett sem slík eru nú skilgreind sem lækningatæki samkvæmt upptalningu í XVI viðauka reglugerðar 745/2017 um lækningatæki (MDR).
b. Virk ígræðanleg tæki til heyra nú undir lækningatækja löggjöfina.
c. Hugbúnaður er flokkaður eftir tilgangi sem var ekki gert áður, sbr. flokkunarreglu 11 í VIII viðauka reglugerðar 745/2017 um lækningatæki (MDR).
d. Tæki sem hafa í sér eða samanstanda af nanóefni heyra nú undir löggjöfina, sbr. flokkunarreglu 19 í VIII viðauka reglugerðar 745/2017 um lækningatæki (MDR).
e. Tæki skulu nú bera UDI auðkenningu skv. 25. og 27. gr. reglugerðar.
f. Aðkoma tilkynntra aðila eykst. Tæki í flokkum IIa, IIb og III þurfa aðkomu tilkynntra aðila líkt og áður en nú þurfa einning ákveðin tæki í flokki I aðkomu þeirra skv. 52.gr. reglugerðar 745/2017 um lækningatæki (MDR).
g. Notkun sameiginlegra forskrifta er heimil fyrir sum tæki skv. 9.gr. reglugerðar 745/2017 um lækningatæki (MDR).
h. Tæki sambærileg öðrum þurfa nú í flestum tilfellum að gangast undir klíníska prófum skv. 61.gr. reglugerðar 745/2017 um lækningatæki (MDR).
i. Flokkunarreglur lækningatækja til sjúkdómsgreiningar í glasi breytast úr listum yfir í áhættuflokkun A,B,C,D sbr. XVI viðauka reglugerðar 746/2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi (IVDR)
j. Próf sem segja til um tilhneigð til heilsufarsásands eða sjúkdóma verða skilgreind sem lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi með gildistöku reglugerðar 746/2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi (IVDR)