02. Hvað get ég gert ef ég er í lyfjaskömmtun og ætla í ferðalag sem er lengra en hámarks skömmtunartíminn?

Lyfjastofnun bendir þeim, sem eru í lyfjaskömmtun og ætla að dvelja erlendis lengur en sem samsvarar hámarksskömmtunartíma, á að hafa samband við sinn lækni og fá lyfseðil sem ávísar lyfjum í því magni sem dugir eftir að skömmtuðu lyfin hafa klárast og þangað til hægt er að fá skömmtuð lyf að nýju. Viðkomandi sækir lyfin í apótek og tekur þau með sér í ferðalagið í upprunalegu pakkningunum. Með því móti er hægt að tryggja gæði lyfjanna meðan á ferðalaginu stendur.

Í öðrum tilfellum gæti hentað að fá lyfin send í pósti á dvalarstað erlendis. Þá þarf viðkomandi að kynna sér fyrirfram hvaða reglur gilda um innflutning lyfja til eigin nota í landinu sem dvalið er í.

(11.4.2016)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat