02. Hverjir fá eftirlitsgjöld ?

Lyfjastofnun leggur árlegt eftirlitsgjald á eftirlitsskylda aðila er stofnunin hefur reglubundið eftirlit með og skal það standa undir kostnaði við eftirlit stofnunarinnar.

Eftirlitsskyldir aðilar skv. 1. mgr. 90. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 eru eftirtaldir:

1. Lyfjaframleiðendur, þ.m.t. blóðstöðvar og blóðbankar.
2. Lyfjaheildsalar.
3. Lyfjamiðlarar.
4. Handhafar lyfsöluleyfa.
5. Heilbrigðisstofnanir og starfsstofur heilbrigðisstarfsmanna.
6. Dýralæknar sem fengið hafa leyfi til að selja lyf sem ætlunin er að nota handa dýrum, sbr. 35. gr.
7. Innflytjendur og framleiðendur lyfjablandaðs fóðurs.

Síðast uppfært: 29. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat