02. Hvernig á að afgreiða lyfseðla sem gefnir eru út fyrir gildistöku reglugerðarinnar?

Lyfseðlar sem gefnir eru út fyrir 1. júlí 2018 halda gildi sínu. Þetta gildir því t.d. um að 30 daga takmörkun á afgreiddu magni af eftirritunarskyldu lyfi gildir ekki, heilmilt er að afgreiða pappírslyfseðil upp á ávana- og fíkniefni og ákvæði um að lyfjaskírteini skuli liggja fyrir áður en lyf í ATC-flokkum N06BA1 og N06BA04 eru afgreidd á ekki við um þessa lyfseðla.

Með öðrum orðum má segja að afgreiða skal lyfjaávísanir sem voru gefnar út fyrir 01.07.2018 í samræmi við ákvæði reglugerða nr. 421/2017 og nr. 422/2017. Þannig þarf ekki að athuga stöðu lyfjaskírteinis fyrir lyf í ATC-flokkum N06BA01 & N06BA04 og afgreiða má þriggja mánaða skammt í einu lagi. Sama á við eldri skömmtunarlyfjaávísanir sem voru gefnar út fyrir 01.07.2018, þ.e ekki er þörf á að athuga stöðu lyfjaskírteinis.

(11.7.2018)

Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat