02. Hvernig veit ég hvaða apótek hafa heimild til að selja lyf á netinu (netverslun) innan Evrópska efnahagssvæðisins?

Evrópusambandið hefur útbúið ákveðna merkingu, hið sk. sameiginlega kennimerki (e. Common Logo) sem er að finna á heimasíðum apóteka sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu og hafa heimild til netverslunar með lyf. Upplýsingar um merkinguna og hvernig hún virkar er að finna á vef Lyfjastofnunar Evrópu.

Við kaup á lyfjum hjá löglegum netapótekum fær einstaklingur lyfin í pakkningum sem hafa verið samþykktar í því landi sem apótekið starfar. Vakin er athygli á því að upplýsingar utan á pakkningum og mikilvægar upplýsingar í fylgiseðlum, m.a. um lyfjagjöfina og aukaverkanir, geta verið á tungumáli sem sá sem kaupir hér á landi skilur ekki.

(17.3.2016)

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat