03. Hver er samþykkt notkun lyfja sem innihalda ívermektín á Íslandi?

Ívermektín er samþykkt til notkunar fyrir menn í tveimur lyfjaformum á Íslandi:

  • Sem staðbundin meðferð við bólguskellum sem fylgja rósroða hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er á markaði á Íslandi og heitir Soolantra 10 mg/g krem.
  • Sem meðferð gegn þráðormasýkingu (e. strongyloidiasis, anguillulosis) í meltingarvegi og sem meðferð þegar grunur er um eða forlirfur hafa verið greindar í blóði (microfilaraemia) hjá sjúklingum með þráðormasýki í eitlum af völdum Wuchereria bancrofti og sem meðferð gegn kláðamaur. Einnig er meðferð réttlætanleg þegar greining maurakláða hefur verið
    staðfest klínískt og/eða með sníklafræðilegum rannsóknum. Meðhöndlun kláða er ekki réttlætanleg ef greining hefur ekki verið staðfest. Lyfið er á markaði á Íslandi og heitir Ivermectin Medical Valley 3 mg töflur.


Áður en Ivermectin Medical Valley 3 mg töflur var markaðssett hérlendis 1.október 2021 var notkun ívermektíns í töfluformi samþykkt gegn undanþáguávísun í ákveðnum tilfellum sl. ár eftir umsókn læknis þar um. Dæmi um notkun sem veitt var leyfi fyrir var gegn húðsýkingum og gegn kláðamaur þegar önnur lyfjameðferð kom ekki að gagni.

Fjöldi dýralyfja er einnig á markaði hérlendis sem innihalda ívermektín. Flest þeirra eru til notkunar í hestum. Samþykkt notkun þessara lyfja í hrossum er meðal annars: til meðferðar á sjúkdómum af völdum ýmissa sníkjudýra m.a. bandormum, þráðormum, magaormum, spóluormum, hringormum og njálg. Einnig eru á markaði hérlendis lyf sem innihalda ívermektín sem ætluð eru til meðferðar á sjúkdómum af völdum ýmissa sníkjudýra í sauðfé, geitum, nautgripum, svínum og köttum.

Lyf þróuð fyrir dýr ætti aldrei að nota í mönnum þar sem notkun þeirra hefur einungis verið rannsökuð í tilteknum dýrategunum og gæti notkun þeirra valdið skaða í mönnum.

Síðast uppfært: 6. október 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat