03. Hvers vegna þarf sá sem sækir lyf í apótek fyrir annan en sjálfan sig að framvísa umboði?

Upp hafa komið tilvik þar sem lyf hafa verið leyst út af öðrum en eiganda lyfjaávísunar, án heimildar hans. Því hefur Lyfjastofnun metið það svo að nauðsynlegt sé að skerpa á túlkun og framkvæmd ákvæðis í 19. grein reglugerðar nr. 740/2020 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja, þar sem segir m.a.: „Lyf verða einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans […]“. Til að ótvírætt sé hver geti talist umboðsmaður í þessu tilliti, er nauðsynlegt að kalla eftir umboði þess sem sækir lyf í apótek fyrir annan en sjálfan sig. Í öllum tilvikum þarf að framvísa persónuskilríkjum, hvort sem um ræðir eiganda eða umboðsmann.

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat