04. Er heimilt að flytja inn til landsins eða markaðssetja lyf sem innihalda CBD?

Já, og gilda þá ákvæði lyfjalaga líkt og um önnur lyf.

Lyfin Sativex (sem inniheldur THC og CBD) og Epidyolex (10% CBD lausn) eru fáanleg hér á landi.

Ábendingar Sativex samkvæmt samþykktum lyfjatextum:

Sativex er ætlað til meðferðar til að draga úr einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með meðalsvæsna
til alvarlega síspennu (e. spasticity) vegna heila- og mænusiggs (MS) sem hafa ekki sýnt viðunandi
svörun við öðrum lyfjum við síspennu og sýna klínískt marktækan bata á síspennutengdum einkennum
í meðferðarprófun í upphafi.

Ábendingar Epidyolex samkvæmt samþykktum lyfjatextum:

Epidyolex er ætlað til notkunar sem viðbótarmeðferð við flogum í tengslum við Lennox-Gastaut
heilkenni eða Dravet heilkenni ásamt klóbazami hjá sjúklingum 2 ára og eldri.
Epidyolex er ætlað til notkunar sem viðbótarmeðferð við flogum í tengslum við hnjóskahersli
(tuberous sclerosis complex) hjá sjúklingum 2 ára og eldri.

(16.2.2024)

Síðast uppfært: 16. febrúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat