05. Er þörf á umboði þegar lyf er sótt fyrir barn?

Börn að 16 ára aldri eru tengd foreldrum/forsjáraðilum í rafrænu umboðskerfi í Heilsuveru og þannig verður sjálfkrafa til umboð til slíkra aðila. Foreldri/forsjáraðili getur veitt þriðja aðila umboð til að ná í lyf fyrir barn sitt undir sextán ára aldri í gegnum rafrænt umboðskerfi Heilsuveru.

Þegar börn hafa náð 16 ára aldri er litið á þau sem sjálfstæða notendur heilbrigðisþjónustu, sbr. ákvæði VI. kafla laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Frá þeim aldri þurfa ungmenni því að veita formlegt umboð í gegnum Heilsuveru til þeirra aðila sem leysa út lyfjaávísanir í þeirra nafni. Þetta á jafnvel við þrátt fyrir að sá sem fyrirhugar að sækja lyf ungmennisins sé foreldri/forsjáraðili.

Jafnframt er lyfjafræðingi heimilt að víkja frá kröfu um umboð við afhendingu lyfja þegar sérstaklega stendur á. Nánar er fjallað um þá heimild í spurningu 11. 

Síðast uppfært: 10. febrúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat