06. Eru takmarkanir á innflutningi einstaklinga á ávana- og fíknilyfjum til Íslands?

Já, það eru takmarkanir eru í gildi á innflutningi ávana- og fíknilyfja til Íslands.

Takmörkunin nær til lyfja sem eru merkt NI-NIV í alþjóðasamningi um ávana- og fíknilyf og PI-PIII í alþjóðasamningi um ávana- og fíknilyf. Hægt er að fá upplýsingar um hvaða lyf ræðir í fylgiskjali I með reglugerð nr. 233/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

Einstaklingur með búsetu í landi sem er aðili að Schengen-samningnum má hafa með sér í farangri skammt sem dugar honum til allt að 30 daga notkunar.

Einstaklingur með búsetu í landi sem ekki er með aðild að Schengen- samningnum má hafa með sér í farangri skammt sem dugar honum til allt að 14 daga notkunar.

Óheimilt er að fá ávana- og fíknilyf send í pósti.

Upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til lyfjasendinga er að finna í svari við spurningu nr. 5.

(17.3.2016)

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat