Við komu til landsins er einstaklingi skylt að framvísa til tollyfirvalda vottorði læknis eða lyfjaávísun sem færir fullnægjandi sönnur á að ávísunarskyldra lyfja hafi verið aflað með lögmætum hætti. Einnig skulu fylgja fyrirmæli um notkun eða áritunarmiði sem segir til um að lyfin séu viðkomandi nauðsynleg í því magni sem tilgreint er. Ákvæðið nær eingöngu til ávísunarskyldra lyfja.
Um þetta er fjallað í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1277/2022 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota.
(30.6.2023)
06. Hvaða gögnum þarf ég að framvísa þegar ég kem til Íslands með lyf í farangri?
Síðast uppfært: 30. júní 2023