06. Mun Lyfjastofnun gera kröfu um að önnur lyf en þau sem reglugerð (ESB) 2016/161 gildir um beri öryggisinnsigli?

Nei. Engu að síður er markaðsleyfishöfum sem svo kjósa heimilt að setja öryggisinnsigli á umbúðir annarra lyfja , (e. voluntary). Þannig mega markaðsleyfishafar nota öryggisinnsigli á lyf sem tilgreind eru í I. viðauka, eða ekki tilgreind í II. viðauka. Slíkar ákvarðanir þarfnast ekki samþykki Lyfjastofnunar.

Öryggisinnsigli er ætlað að sannreyna hvort lyfjaumbúðir hafi verið opnaðar eða ekki. Öryggisinnsigli er fullnægjandi ef ekki er hægt að eiga við innsiglið og/eða festingar þess við umbúðirnar án þess að það skilji eftir sig sjáanleg ummerki. Lyfjastofnun vísar til staðalsins ÍST EN 16679:2014 – Packaging - Tamper verification features for medicinal product packaging. Í staðlinum er kveðið á um þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til öryggisinnsigla.

Síðast uppfært 26. október 2018

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat