07. Þarf að fjarlægja þessa gerð púða sem fyrirbyggjandi aðgerð?

Nei.
Þar sem meinið er sjaldgæft og einkenni afgerandi eru alþjóðlegar stofnanir og sérfræðingar sem um þessi mál fjalla sammála um að þess þurfi ekki. Hinsvegar er mikilvægt að þær konur sem einhver einkenni hafa leiti skoðunar hjá lækni. Best er að leita til viðkomandi læknis eða læknastofu þar sem aðgerðin var gerð en að öðrum kosti til heilsugæslulæknis.

Konur eru hvattar til að nýta sér reglubundið boð um brjóstaskimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat