08. Hvað með öryrkja og fatlaða einstaklinga sem hvorki geta sótt lyfin sín né veitt umboð?

Apótek skulu senda þessum aðilum lyfin á skráð lögheimili viðkomandi. Unnið er að framtíðarlausn fyrir þessa einstaklinga. 

Jafnframt er lyfjafræðingi heimilt að víkja frá kröfu um umboð við afhendingu lyfja þegar sérstaklega stendur á. Nánar er fjallað um þá heimild í spurningu 11. 

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks

Í þeim tilfellum þar sem fatlað fólk eða talsmenn þess finnst á sér brotið, t.d. þar sem aðgangur einstaklinga að nauðsynlegum lyfjum er heftur, bendir Lyfjastofnun á að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks við úrlausn þeirra mála.   Hægt er að hafa samband í síma 554-8100 eða á netfangið [email protected].

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks getur jafnframt veitt nánari leiðbeiningar til fatlaðs fólk.

Síðast uppfært: 10. febrúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat