08. Hvaða kröfur þarf ég að uppfylla til að fá að flytja inn lyf til eigin nota til Íslands?

Við komu til landsins er einstaklingi skylt að framvísa til tollyfirvalda vottorði læknis eða lyfjaávísun ásamt fyrirmælum um notkun eða áritunarmiða er færir fullnægjandi sönnur á að ávísunarskyldra lyfja hafi verið aflað með lögmætum hætti og að lyfin séu honum nauðsynleg í því magni sem tilgreint er. Ákvæði þetta nær eingöngu til ávísunarskyldra lyfja. Í þessu felst að einstaklingur sem flytur inn lyf til eigin nota þarf að sýna fram á tvennt:

  • Að lyfin séu viðkomandi einstaklingi nauðsynleg. Þetta er m.a. hægt með því að framvísa lyfjaávísun eða öðru vottorði læknis eða áritunarmiða viðkomandi lyfjabúðar sem límdur hefur verið á lyfjapakkninguna.
  • Að viðkomandi einstaklingur hafi aflað lyfjanna á lögmætan hátt. Þetta er hægt m.a. með því að framvísa kvittun frá apóteki.


Um þetta er fjallað í 3. gr. reglugerðar nr. 1277/2022 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota.

(30.6.2023)

Síðast uppfært: 30. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat