07. Munu bóluefni við COVID-19 vernda bólusetta einstaklinga ef veiran stökkbreytist?

Að öllu jöfnu stökkbreytast veirur, þ.e. erfðaefni þeirra breytast með tímanum. Það gerist þó mishratt og stundum virka bóluefni vel þrátt fyrir stökkbreytingar veiranna. Þannig veita sum bóluefnu vörn í mörg ár eftir að þau eru þróuð, t.d. bóluefni við mislingum og rauðum hundum.

Hins vegar eru aðrar veirur sem stökkbreytast það mikið og oft að þörf er á nýju bóluefni árlega til að verja einstaklinga. Dæmi um slíkt er bólusetning gegn flensu.

Vel verður fylgst með þessum málum í tilfelli Sars-CoV-2 veirunnar og þannig fylgst með hvort bóluefnin reynist virk þrátt fyrir stökkbreytingar hennar.

Síðast uppfært: 8. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat