10. Verður ekki lengur skylt að senda Lyfjastofnun frumrit lyfjaávísana þar sem ávísað er eftirritunarskyldum lyfjum eftir 1. september 2018?

Nei. Samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 616/2018, um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1266/2017, sbr. einnig 8. gr. sömu reglugerðar, verður frá og með 1. september 2018 ekki lengur skylt að senda Lyfjastofnun frumrit lyfjaávísana þar sem ávísað er eftirritunarskyldum lyfjum.

Vegna tæknilegra örðugleika frestast ákvæði þetta í nokkra mánuði. Lyfjabúðum ber því að senda Lyfjastofnun frumrit lyfjaávísunar þar sem ávísað er eftirritunarskyldum lyfjum þar til annað verður tilkynnt.

15.2.2018

Síðast uppfært: 22. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat