Allergan púðarnir eru ekki lengur á markaði í Evrópu. Frakkar hafa gengið lengra en aðrar þjóðir og bannað notkun á öllum púðum með yfirborð af hrjúfustu gerð. Hvergi hafa heilbrigðisyfirvöld tekið ákvörðun um að viðhafa sérstakt eftirlit með konum með umrædda tegund brjóstapúða né mælt með að púðarnir séu fjarlægðir.