Lyfjastofnun fylgir textayfirlestrarkerfi Lyfjastofnunar Evrópu við yfirlestur á íslenskum þýðingum lyfjatexta fyrir miðlægt skráðra lyf (Linguistic Review Process). Frá og með 10. nóvember 2018 frestar Lyfjastofnun þó yfirlestri á textabreytingum lyfja sem ekki eru markaðssett á Íslandi þar til lyfin eru markaðssett. Íslenskir textar nýrra lyfja eru lesnir yfir og frestunin á því eingöngu við um textabreytingar lyfja sem ekki eru markaðssett á Íslandi. Eftir því sem kostur er les Lyfjastofnun einnig yfir texta miðlægt skráðra lyfja sem seld eru gegn undanþágu á Íslandi. Einnig eru textar miðlægt skráðra frumlyfja sem ekki eru markaðssett á Íslandi lesnir yfir ef miðlægt skráð samheitalyf sem byggir á texta frumlyfsins er markaðssett á Íslandi. Þegar lyf er markaðssett á Íslandi notar Lyfjastofnun fyrsta tækifæri til þess að fara yfir þær breytingar sem orðið hafa síðan íslenskur texti var síðast lesinn yfir.
(9.11.2018)