Aukaverkanatilkynningar í janúar

Óhætt er að segja að árið farið rólega af stað sé horft til fjölda tilkynntra aukaverkana í janúar. Hvort það tengist lægðunum sem gengið hafa yfir landið skal ósagt látið. Ljóst er að betur má ef duga skal og hvetur Lyfjastofnun heilbrigðisstarfsfólk og almenning til að tilkynna aukaverkanir lyfja hér á vefnum.

20200217-Aukaverkanir-jan-2020

Lyfjastofnun í Læknablaðinu

Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun, er meðhöfundur greinar sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Greinin er framhaldsumfjöllun um aukaverkanir tiltekinnar hliðstæðu við líftæknilyf en fyrri greinin birtist í nóvember 2019. Skrifin varpa skýru ljósi á mikilvægi aukaverkantilkynninga og vonandi verða þau öllum til hvatningar að tilkynna aukaverkanir.

Síðast uppfært: 17. febrúar 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat