Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Ecalta (anidulafungin)

Markaðsleyfishafi lyfsins (Pfizer) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna sem fjallar um breytingu á geymsluskilyrðum lyfsins.

Samkvæmt núverandi upplýsingum um Ecalta er heimilt að frysta (blandaða) innrennslislausn, en nýleg rannsókn á vegum framleiðanda benti til þess að þetta þurfi að endurskoða. Frysting lyfsins getur valdið myndun sýnilegra agna vegna lítils leysanleika virka efnisins í Ecalta í innrennslislausninni eftir að hún hefur verið geymd í frysti og þídd í framhaldi.

Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna:

 

  • Gagnstætt því sem sagt er í núverandi upplýsingum um lyfið, má ekki frysta (blandaða) innrennslislausn. Geyma má innrennslislausnina í 48 klukkustundir við 25ºC.

 

Upplýsingar um Ecalta verða uppfærðar innan skamms með réttum leiðbeiningum.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Ecalta í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 24. febrúar 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat