Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Elmiron (pentósanpólýsúlfatnatríum), lyfið er ekki markaðssett á Íslandi

Markaðsleyfishafi lyfsins Bene Artzneimittel GmbH hefur í
samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent
bréf til heilbrigðisstarfsmanna
til þess að koma á framfæri nýjum
öryggisupplýsingum um lyfið. Lyfið er ekki á markaði á Íslandi en er engu að
síður notað hér á landi gegn undanþágu.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið tilkynnt um litaðan
sjónudepilskvilla við notkun pentósanpólýsúlfatnatríums, einkum eftir
langvarandi notkun.

Meðan á meðferð stendur skulu sjúklingar fara reglulega í
augnskoðun til að hægt sé að greina litaðan sjónudepilskvilla snemma, einkum
þeir sem hafa notað lyfið til lengri tíma.

Ráðleggja skal sjúklingum að leita tafarlaust til læknis ef
breytingar á sjón koma fram eins og erfiðleikar við lestur og hæg aðlögun að
umhverfi með takmörkuðu eða skertu ljósi.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu,
og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Elmiron
á vefsíðu Lyfjastofnunar Evrópu
.

Yfirlit
yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 12. júlí 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat