Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Eylea

Aukin hætta á hækkuðum augnþrýstingi við notkun áfylltrar sprautu

Markaðsleyfishafi lyfsins Bayer hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðistarfsmanna til að upplýsa um aukna hættu á hækkuðum augnþrýstingi við notkun áfylltrar sprautu.

Þær upplýsingar sem er mikilvægt að koma á framfæri eru eftirfarandi:

  • Oftar hefur verið tilkynnt um hækkaðan augnþrýsting (u.þ.b. sjö sinnum oftar) við notkun áfylltrar Eylea sprautu en við gjöf Eylea stungulyfs úr hettuglasi með sprautu með Luer-tengi.
  • Grunur er um að röng meðhöndlun við undirbúning og inndælingu sé líklegasta orsök þeirra tilvika hækkaðs augnþrýstings sem sést hafa við notkun áfylltrar Eylea sprautu. Eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem þekkja til meðhöndlunar þessa lyfjaforms eiga að gefa það.
  • Rétt meðhöndlun áfylltrar sprautu og þjálfun eru lykilatriði til að draga úr þessari áhættu:
    • nota á 30G x ½" inndælingarnál;
    • alltaf verður að ganga úr skugga um að búið sé að fjarlægja umframmagnið/loftbólur úr áfylltu sprautunni fyrir notkun: brún kúpta enda stimpilsins (ekki efri endi kúpta hlutans) á að bera við svörtu skömmtunarlínuna á sprautunni (sjá hér fyrir neðan);
    • þrýsta á varlega á stimpilstöngina;
    • gefa á nákvæmlega þann skammt sem ráðlagður er og ekkert af því sem eftir er í sprautunni. Inndæling aukins rúmmáls getur leitt til hækkunar augnþrýstings sem skiptir máli klínískt.
  • Meta á sjón sjúklingsins og mæla augnþrýsting strax eftir að lyfinu hefur verið dælt í glerhlaup.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Eylea í sérlyfjaskrá.

Tilkynning aukaverkana

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist Eylea til Lyfjastofnunar.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 16. apríl 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat