Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Lyf sem innihalda kínólóna og flúórókínólóna

Markaðsleyfishafar sýklalyfja sem innihalda kínólóna og
flúorókínólóna hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og Lyfjastofnun
sent bréf
til heilbrigðisstarfsmanna
sem fjallar um aukaverkanir sem valda fötlun,
eru langvarandi og hugsanlega óafturkræfar og hafa fyrst og fremst áhrif á
stoðkerfi og taugakerfi.

Alvarlegar aukaverkanir í stoðkerfi eru m.a. sinarbólga,
sinarslit, vöðvaverkir, slappleiki í vöðvum, liðverkir, bólga í liðum og
erfiðleikar við gang.

Alvarleg áhrif á úttauga- og miðtaugakerfi eru m.a.
úttaugakvilli, svefnleysi, þunglyndi, þreyta, skert minni og einnig skerðing á
sjón, heyrn, lyktarskyni og bragðskyni.

Lyf sem innihalda kínólóna og flúórókínólóna og eru á
markaði hér á landi eru meðal annars Síprox,
Ciprofloxacin
Alvogen
og Ciprofloxacin
Villerton.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og í frétt
sem Lyfjastofnun birti um málið í desember 2018.

Yfirlit
yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 5. apríl 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat